Chassenay D'Arce Brut Champagne

5.990 kr Venjulegt verð
Fjöldi
Örfá eintök eftir - 1 eftir á lager

Þurrt og glæsilegt

Hér er á ferðinni frábært þurrt kampavín sem endurspeglar steinefnaríkum jarðvegi í Arce dalnum. Arce-dalurinn er staðsettur nálægt Chablis og deilir hinum frábæra kalkríka jarðvegi sem kallast kimmeridge, en hann samanstendur af kalksteini, leir og steingervingum. Ilmurinn inniheldur keim af þroskuðum eplum, perum og rauðum berjum og í munni er bragðið ríkt af þroskuðum ávöxtum, grænum möndlum og brioche sem er í frábæru jafnvægi við ljúffenga sýru. Eftirbragðið er langt og hefur steinefnalega áferð. 

Framleiðandinn

Chassenay d’Arce er staðsett í bænum Ville-sur-Arce í Côte de Bar og er þekkt fyrir að framleiða vín þar sem neytandinn fær einstaklega mikið fyrir peninginn. Framleiðandinn sækir þrúgurnar frá 130 mismunandi vínbændum í héraðinu sem samanlagt eru með 778 hektara til ræktunar. Um það bil þriðjungur af vínekrunum eru HVE vottaðir, sem er frönsk sjálfbærnivottun.

Vínpörun

  • Fordrykkur
  • Fiskur
  • Skelfiskur
  • Sumarréttur

Upplýsingar

  • Land: Frakkland
  • Svæði: Champagne
  • Þrúga: Blandað
  • Árgerð: Blandað
  • Áfengismagn: 12,0%