Stutt saga vínsins - Hvað er vín ?

Stutt saga vínsins - Hvað er vín ?

Stutt saga vínsins - Hvað er vín ?

Vín, hin fljótandi guðaveig sem endurspeglar horfna tíma og á sér sögu eins ríka og flókna og bragðið. En hvað nákvæmlega er þetta og hvernig varð það til ?


Vín er  meira en gerjaður vínberjasafi. Sumir háfleygir tala um vín sem forna gullgerðarlist af bragði, ilmum og sögu og að í hverjum sopa bjóðist okkur að ferðast um víngarða, menningu og tíman sjálfan!


Sagan segir að vín hafi verið uppgötvað af hreinni tilviljun. Ímyndaðu þér forsögulegan sommelier sem skilur vínber eftir í leirkeri. Einhverjum dögum síðar, fyrir hreinan galdur gerjunar, varð fyrsta vínið til. 


Þegar við horfum til fornra siðmenninga finnum við vísbendingar um hlutverk víns sem menningarlegs hornsteins. Forn Egyptar, sem viðurkenndu guðdómlegan kjarna í þrúgunni, sögðu vín vera fyrir yfirstéttina og fyrir helgisiði. Á sama tíma, í Grikklandi, stýrði Dionysos, guð víns og gleðskapar hátíðum þar sem vín flæddi frjálslega og gaf sköpunarkraftinum frjálsan tauminn.


Ekki er hægt að fjalla um sögu víns án þess að tala um Róm til forna. Rómverjar, siðmenning sem þekkt er fyrir ást sína á óhófi, drukku vín af kappi. Þetta var tímabil þar sem vín var ekki bara drykkur; það var stöðutákn, ómissandi hluti af daglegu lífi og félagslegt súrefni sem liðkaði fyrir samskiptum.


Á myrkum miðöldum, urðu klaustur verndarar víngerðarþekkingarinnar. Munkar, dreifðu kröftum sínum á milli bæna og bruggunar og  varðveittu þannig hið “heilaga handverk” víngerðarlistarinnar.


Á tímum upplýsingarinnar, þar sem landkönnuðir ferðuðust um í leit að nýjum lendum, kryddi, gulli og auðvitað víni, varð vínið gjaldmiðill og hróður þess jókst um víða veröld. Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Portúgalir kepptust hver um annan þveran um besta vínið, þar sem hvert svæði lagði sitt af mörkum í þróun víns eins og við þekkjum það í dag.


Í dag er vín sem betur fer aðgengilegt öllum. Eðaldrykkur sem vínsérfræðingar og áhugafólk njóta öll. Mun fleiri lönd hafa bæst í hóp hinna hefðbundnu vínframleiðslu landa og er oft talað um þau sem nýja heiminn í vínfræðunum. Við höfum, sérstaklega á síðustu árum, séð mikla þróun eiga sér stað í vínframleiðslu. Bíódýnamísk vín og aukin virðing fyrir náttúrunni er sífellt að verða mikilvægari og gefur hinni þegar blómlegu vínflóru enn aðra vídd. 


Þegar við lyftum næst glasi, er við hæfi að skála fyrir óvæntum uppgötvunum, fornum hátíðarhöldum og nútíma samverustundum sem gera hvern sopa töfrandi.